Inngangur
Hér er að finna Hugtakasafn ferðaþjónustunnar sem inniheldur ýmis orð og hugtök, ásamt þýðingum og skilgreiningum, sem tíðkast að nota innan ferðaþjónustunnar á sviði gistinga, hótela, veitingahúsa, afþreyingar, auk ferðamálafræðinnar. Hugtakasafnið getur hentað vel fyrir nýliða innan greinanna, tungumálabrú milli starfsgreina og við kennslu. Hugtakasafnið er unnið samkvæmt bestu vitund og reynslu þeirra fagaðila sem komu að gerð Hugtakasafnsins.
Hugtakasafnið inniheldur ekki tæmandi lista hugtaka. Því er einungis ætlað að varpa ljósi á algenga orðnotkun innan ferðaþjónustunnar sem aðilum að gerð Hugtakasafnsins er kunnugt um á hverri stundu. Athugið að Hugtakasafnið er í stöðugri endurskoðun og að sumar orðskýringanna eru ekki fullunnar. Hugtakasafnið ber að skoða sem lifandi skjal sem skal uppfærast reglulega eftir því sem við á og í takt við þróun hugtakanotkunar innan ferðaþjónustunnar. Þeir sem standa að Hugtakasafninu leggja áherslu á að orðum tengt ferðaþjónustunni verði sem mest haldið á einum og sama staðnum í Hugtakasafninu. Allar ábendingar sem stuðla að frekari þróun Hugtakasafnsins eru vel þegnar og skulu sendar á kompas[hjá]kompas.is.
KOMPÁS Þekkingarsamfélagið er útgefandi Hugtakasafnsins. Fyrsta útgáfa (2017) þess er afrakstur samstarfsverkefnis milli fulltrúa fyrirtækjanna Atlantik, GJ Travel, Gray Line og Iceland Travel undir handleiðslu KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins og ræst í samstarfi með Íslenska ferðaklasanum.
Önnur útgáfa (2020) Hugtakasafnsins er unnin með styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. Styrkurinn var veittur Ferðamálafræði Háskóla Íslands og KOMPÁS. Auk KOMPÁS var Gunnar Þór Jóhannesson prófessor við Háskóla Íslands lykilaðili við útgáfuna. Undir hans handleiðslu komu mastersnemar í ferðamálafræðum að útgáfunni, sem og aðrir sérfræðingar.
Þriðja útgáfa (2022) Hugtakasafnsins sem meðal annars fól í sér uppfærslu í veflægt viðmót, var unnin af nemendum í hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. KOMPÁS naut styrks úr Fræðslusjóði við þennan áfanga.
Opnun vefsíðunnar (2023) á viðburði í Grósku. Sjá upptökur HÉR.
Hugtakasafnið nýtist fleirum en þeim er skilgreina sýna kjarnastarfsemi í ferðaþjónustu. Sem dæmi; hinu opinbera, hönnuðum, birgjum, þjónustuaðilum og fleirum sem vinna með eða hafa hag af farsæld ferðaþjónustunnar.
Það er von KOMPÁS að hugtakasafnið auki hæfni og gæði, stuðli að sameiginlegu tungumáli og skilningi innan starfsstétta ferðaþjónustunnar og liðki þannig fyrir samskiptum, ásamt því að mynda brú milli starfandi aðila ferðaþjónustunnar, þeirra sem koma að menntun starfsstéttarinnar og annarra hagaðila.
Með öllu er óheimilt að nota Hugtakasafnið til að gera aðra gagnagrunna, orðasöfn, fræðslukerfi eða annað er getur skaðað framvindu þess.
Þakkir
Eftirtöldum aðilum eru færðar sérstakar þakkir við gerð Hugtakasafnsins með ábendingum, framlögðu efni, vinnu og yfirlestri. Þeim eru færðar kærar þakkir fyrir.
Samstarfshópurinn að útgáfu 1.0:
Ásdís Guðmundsdóttir, Iceland Travel
Edda Björk Kristjánsdóttir, GJ Travel
Elín Hlíf Helgadóttir, Gray Line
Kristín Sif Sigurðardóttir, Atlantik
Teymið við útgáfu 2.0:
Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor Land og ferðamálafræði HÍ
Kristín Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Atlantik
Margrét Wendt, MS í ferðamálafræði
Þórhildur Heimisdóttir, MS í ferðamálafræði
Teymið við útgáfu 3.0:
Sigyn Jara Björgvinsdóttir, nemi til BA gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræði HÍ
Sindri Másson, nemi til B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði HR
Stefán Orri Eyþórsson, B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði HR
Aðrir sem veitt hafa aðstoð (engan veginn tæmandi listi):
Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor Land og ferðamálafræði HÍ
Ágústa Þorbergsdóttir, Árnastofnun / Íslensk málnefnd
Ásdís Ó. Vatnsdal, Ferðamálaskólinn í Kópavogi
Ferðamálastofa
Friðjón Sæmundsson, Ferðamálaskóli Íslands
Gabriel Côté-Valiquette, Keilir
Guðrún Helgadóttir, ferðmáladeild, Háskólinn á Hólum
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Rannsóknamiðstöð ferðamála
Jón Torfason, íslenskufræðingur
Katrín Anna Lund, prófessor Land og ferðamálafræði HÍ
Parker G. O'Halloran
Rósbjörg Jónsdóttir
Sjafnar Björgvinsson
Ævar Þórólfsson, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands